29.02.2008
Laugardaginn 1. mars verður haldið tepe mót á Akureyri. Mótið hefst klukkan 10:00 og er um að gera að mæta að minnsta kosti hálftíma fyrir start. Þetta mót er fyrir börn á aldrinum 9 ára og yngri og er öllum boðið að taka þátt. Foreldrar barna, sem ætla að fara, verða sjálfir að koma sínum börnum á staðinn og fylgja þeim eftir þar sem enginn þjálfari verður á staðnum. Skráning fer fram á mótsstað og vonum við þjálfararnir að sem flestir sjái sér fært að fara og eiga góðan dag í Hlíðarfjalli.