Tertuföt

Minnum foreldra að ná í tertuföt eftir kaffihlaðborðið í gær, áður en fólk fer úr fjallinu í dag. Stjórn foreldrafélagsins vill þakka öllum sem komu með bakkelsi og aðstoðuðu við veitingasöluna kærlega fyrir hjálpina. Skemmst frá sagt gekk þetta mjög vel og seldist nánast allt upp!