Þessa frétt er að finna á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.

Þriðjudaginn 19. ágúst sl. var haldinn framhaldstofnfundur félagsins Dvöl í Dalvíkurbyggð. Tilgangur félagsins er að gefa börnum erlendis og hérlendis, tækifæri til að efla tengslin við íslenska menningu, land og þjóð ásamt því að viðhalda og þjálfa íslenska tungu. Á fundinum var kjörinn stjórn félagsins og hana skipa Ásrún Ingvadóttir, Óskar Óskarsson og Þóra Rósa Geirsdóttir. Í varastjórn voru kjörinn; Hildur M. Jónsdóttir,Kolbrún Reynisdóttir og Ragnar Stefánsson. Fjölmargir eru nú skráðir sem stofnfélagar en stofnskrá mun liggja fram næstu daga. Félagið er öllum þeim opið sem áhuga hafa á málefninu. Fyrir liggur að vinna við að kynna starfsemi félagsins og nánari útfærslu á móttöku,afþreyingu og námi þeirra barna sem koma og dvelja í Dalvíkurbyggð.