Þessa frétt er að finna á heimasíðu SKI.

Björgvin Björgvinsson varð annar í svigi á sunnudaginn þegar keppt var í Hafjell. Hann varð 0,5 sekúndum á eftir fyrsta manni. Þessi keppni gaf honum 36,35 punkta en Björgvin er með 31,23 punkta í dag. Það voru fleiri íslendingar sem kepptu í Hafjell á sunnudag, þar á meðal bræðurnir Skafti og Kári Brynjólfssynir en þeir féllu úr keppni.