17.01.2003
Í tilefni þess að nú fer skíðavertíðin að hefjast þá vil ég minna á tvær samþykktir frá Skíðaþingi 2002.
Áskorun um áróður gegn tóbaksnotkun
Skíðaþing 2002, haldið að Hrafnagili í Eyjafirði dagana 10.-11. maí 2002, hvetur öll aðildarfélög til að herða enn frekar áróður gegn tóbaksnotkun í tengslum við skíðaíþróttina. Aðildarfélög eru hvött til að hafa frumkvæði í samningum við keppendur og þjálfara þar sem tekið er á tóbaksnotkun þegar viðkomandi kemur fram undir merkjum félagsins. Þá hvetur Skíðaþing stjórn SKÍ að taka af skarið og vera í forystu í þessum málum meðal sérsambanda ÍSÍ.
Áskorun um eflingu almenningsíþrótta
Skíðaþing 2002, haldið að Hrafnagili í Eyjafirði dagana 10.-11. maí 2002, hvetur aðildarfélög til að leggja aukna áherslu á útbreiðslu og kynningu skíðaíþróttarinnar á meðal almennings næstu þrjú árin. Til dæmis með markvissri kynningu og leiðbeiningum til almennings, aukinni samvinnu við rekstraraðila skíðasvæða, sveitarfélög og aðra aðila.