Þessa frétt er að finna á heimasíðu SKI.

Nýr landsliðsþjálfari Skíðasamband Íslands hefur gengið frá ráðningu á landsliðsþjálfara í Alpagreinum. Nýr landsliðsþjálfari er James Dunlop. James er fæddur í Ástralíu en hefur búið í Evrópu síðustu tvo áratugina og býr hann nú í Danmörku. Hann hefur mikla reynslu í þjálfun, var aðlþjálfari hjá Hollenska landsliðinu á síðasta tímibili, árin 2000 - 2002 var hann þjálfari hjá Hollenska kvennalandsliðinu. Hann hefur einnig verið þjálfari hjá Ástralska landsliðinu þar af eitt ár sem aðalþjálfari liðsins. Bjóðum við hann velkominn í hópinn og vonumst eftir góðum vetri.