10.08.2003
Landsliðið í alpagreinum
Í Morgunblaðinu í dag er listi yfir þá sem eru í landsliði Íslands í alpagreinum. Á listanum eru fjórar akureyrskar konur, þær Dagný Linda Kristjánsdóttir, Arna Arnardóttir, Hrefna Dagbjartsdóttir og Eva Dögg Ólafsdóttir. Auk þeirra eru í liðinu þær Emma Furuvik, Ármanni, og Guðrún Jóna Arinbjarnardóttir, Víkingi. Í karlaliðinu eru fjórir skíðamenn, enginn frá Akureyri. Ingvar Steinarsson, sem valinn var í liðið mun ekki hafa gefið kost á sér. Það er mikil blóðtaka fyrir Akureyringa að á stuttum tíma skuli bæði Kristinn Magnússon og Ingvar hætta. Karlaliðið er skipað Björgvini Björgvinssyni, Dalvík, Kristjáni Una Óskarssyni, Ólafsfirði, Sindra Má Pálssyni, Breiðabliki, og Steini Sigurðssyni, Ármanni.