Þessa frétt er að finna á heimasíðu Skíðafélags Akureyrar

Sýnt frá heimsbikarnum á SÝN Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá samningi Skíðasambandsins og sjónvarpsstöðvarinnar SÝNar um að sýna 18 þætti frá heimsbikarmótum alpagreina í vetur. Þættirnir verða á þriðjudagskvöldum, og er fyrsti þátturinn í kvöld kl. 21:30. Í fréttinni er haft eftir Hilmari Björnssyni, sjónvarpsstjóra SÝNar: "Áhugi á skíðaíþróttinni er mikill á Íslandi og fer vaxandi. Nú geta skíðaáhugamenn loksins fylgst með sínu fólki í heimsbikarnum."