Þjálfarar í endurmenntun.

Í dag og næstu daga munu þjálfarar félagsins taka þátt í þjálfara námskeiði á vegum Skíðasambandsins. Námskeiðið fer fram á Akureyri og munu um 20 þjálfarar taka þátt í námskeiðinu. 

Námskeiðið er byggt upp á nýju efni sem Skíðasambandið hefur látið gera í samstarfi við Bandaríska skíðasambandið, og fer námskeiðið að hluta til fram á netinu, en einnig eru verklegar og bóklegar æfingar. Er þetta hluti af því að efla menntakerfi Skíðasambandsins. 

Námskeiðið heitir þjálfari 1 og er ætlaður skíðakennurum og þjálfurum barna yngri en 11 ára.

Vegna námskeiðsins verða næstu æfingar mánudaginn 8.janúar.