Þjálfarar félagsins í vetur.

Þjálfarar Skíðafélags Dalvíkur í vetur verða þau Björgvin Hjörleifsson og Harpa Rut Heimisdóttir sem sjá um þjálfun 12 ára og yngri en að auki mun Björgvin þjálfa 15 ára og eldri. Kári Ellertsson verður þjálfari 13-14 ára og bjóðum við hann velkomin til starfa. Kári er Akureyringur og hefur þjálfað hjá Skíðafélagi Akureyrar um árabil. Æfingatafla félagsins verður sett inn á síðuna á næstu dögum.