Þjálfarar Skíðafélags Dalvíkur í vetur.

Þjálfarar í vetur verða Jóhann Bjarnason sem þjálfar fyrsta til sjötta bekk og honum til aðstoðar verða Pétur Skarphéðinsson og fleiri. Sveinn Torfasson verður þjálfari sjöunda bekks og eldri ásamt því að sjá um kennslu yngri barna sem eru í leiktímum. Sú breyting verður á í vetur að þjálfun og kennsla yngri barna færist að hluta á helgar svo og byrja æfingar seinna á deginum því nú geta fleiri en einn flokkur verið við æfingar í einu vegna þess að lýsing er komin á efra svæðið. Æfingatafla félagssins er klár og verður borin í hús í næstu viku og sett á heimasíðu félagsins. Stefnt er að því að hefja æfingar hjá öllum flokkum í vikunni.