25.12.2002
Guðný Hansen þjálfari Skíðafélags Dalvíkur kom til landsins 19. des síðastliðin eftir að hafa dvalið á Spáni síðan haust.
Meiningin var að hefja æfingar strax ef snjórinn væri til staðar en þar sem hann vantar enn þá hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um hvernig æfingum verður háttað þar til fer að snjóa.
Nánari upplýsingar um æfingafyrirkomulagið fram að snjóum verða settar á síðuna á allra næstu dögum en stefnt er að því að bjóða upp á æfingar fyrir alla aldursflokka 2-3 sinnum í viku. Það er von okkar að sem flestir mæti þegar verður farið af stað því Guðný er með fullt af hugmyndum um skemtilegar æfingar þó svo að snjóinn vanti.