Þorgrímur ánægður með mótshaldara

Þorgrímur Þráinsson, framkvæmdastjóri Tóbaksvarnanefndar, kom til Dalvíkur í dag í tilefni þess að Skíðamót Íslands var lýst tóbakslaust. Þorgrímur sagðist fagna mjög þessu framtaki Ólafsfirðinga og Dalvíkinga og hann sagðist sannfærður um að fleiri mótshaldarar skíðamóta og annarra íþróttaviðburða myndu fylgja í kjölfarið. Þorgrímur sagði að ekki síst væru tóbakslaus íþróttamót mikilvægur liður í baráttunni gegn munntóbaksnotkun íþróttamanna.