Þorramót 19. jan.

Fyrsta mót vetrarinns er Þorramótið sem haldið verðu í Böggvisstaðafjalli laugardaginn 19. jan. Það verður svig og farnar tvær ferðir. Eingöngu verða notaðar unglingastangir. Skráning þarf að hafa borist til skíðafélags Dalvíkur fyrir klukkan 2200 fimmtudaginn 17. jan, þar þarf að koma fram nafn keppenda fæðingadagur og ár. Hægt er að skrá sig hjá starfsmönnum skíðafélagssins og einnig í netfang skidalvik@skidalvik.is . Dagskrá: 11 ára og eldri, börn fædd 1996 og fyrr. Mæting og afhending númera kl.0930 start kl. 1030. Seinni ferð strax að lokinni fyrri ferð. 10 ára og yngri, börn fædd 1997 og seinna. Mæting og afhending númera kl. 1200. Start kl. 1300. seinni ferð strax eftir fyrri ferð. Verðlaunaafhending verður strax að lokinni keppni. Aldur miðast við hversu börnin eru gömul við síðustu áramót. Nánari upplýsingar hjá Snæþór í síma 659-3709. Mótanefnd Skíðafélags Dalvíkur.