26.01.2007
Á morgun laugardag verður Þorramót í svigi haldið í Böggvisstaðafjalli. Mótið er opið og keppt verður í öllum aldursflokkum, 6 ára og yngri fá allir viðurkenningu. Það verður nafnakall í Brekkuseli klukkan 1100 og keppni hefst klukkan 1200. Upplýsingar um veður og mótshorfur verða á símsvaranum 878 1506 klukkan 1000. Foreldrar 10 ára barna ættla að aðstoða við mótið. Öll börn sem eru í æfingum hjá Skíðafélagi Dalvíkur eru skráð og vonum við að sem flestir sjái sér fært að vera með Skíðakveðjur Mótstjórn.