Þórunn Sif Harðardóttir nýr framkvæmdastjóri SKÍ

Þórunn Sif Harðardóttir hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri SKÍ. Mun hún hefja störf um miðjan þennan mánuð. Fyrsta verkefni hennar verður eins og kunnugt er að flytja skrifstofuna til Akureyrar. Þórunn er kunnug skíðamönnum en hún hefur starfað að skíðamálum á Akureyri um árabil. Á s.l. skíðaþingi var hún kosin í stjórn SKÍ og hefur verið formaður fræðslunefndar síðan.