22.02.2007
Næsta laugardag, 24 febrúar kl. 12:00 verður þrautabraut Bjarts fyrir krakka sem eru fædd 1998 og seinna. Við hvetjum alla til þess að mæta og skemmta sér í fjallinu.
Þá minnum við á að á föstudaginn 23. febrúar verða fundir með þjálfurum og foreldrum. Fyrri fundurinn veður í Brekkuseli klukkan 18:00 með foreldrum barna fædd 1993 og eldri. Þar verða Gulli og Björgvin til skrafs og ráðagerða.
Seinni fundurinn verður sama dag í Brekkuseli klukkan 19:00. Á þeim fundi verða Björgvin og Snæþór til viðtals við foreldra barna fædd 1994 og seinna. Við hvetjum alla foreldra skíðabarna að mæta og viðra skoðanir sínar á starfinu og kynnt verður starfið frammundan.