Þrekæfingar 13 ára og eldri.

Eftir fund með 13 ára og eldri í síðustu viku var ákveðið að halda úti þrekæfingum þangað til við komumst á skíði. Fyrst um sinn verður ein æfing í viku, sunnudaga milli kl 11:00 - 12:00. Við setjum inn nýjar upplýsingar varðandi æfingar þegar ljóst verður með tímasetningu á seinni æfingunni eins og talað var um á fundinum. Hafi yngri krakkar (10-12 ára) áhuga að vera með á æfingum er hægt að hafa samband við Svein Torfa.