Þrekæfingar hefjast á morgun, 22. september

Á morgun þriðjudaginn 22.september hefjast þrekæfingar Skíðafélags Dalvíkur hjá 11-13 ára (6, 7 og 8 bekk) Æfingar verða þrisvar sinnum í viku, ein útiæfing meðan aðstæður leyfa og tvær inniæfingar í íþróttahúsinu. Á þriðjudögum verður útiæfing frá kl 17-18, mæting við Brekkusel. Á fimmtudögum frá kl 17-18 í september og frá kl 16-17 eftir það fram að skíðavertíð. Á sunnudögum verður svo æfing frá kl 17-18. Æfingagjald fyrir haustæfingar er 7000.- Þjálfari er Harpa Rut Heimisdóttir íþróttafræðingur GSM: 8663464 Skíðafélag Dalvíkur.