Þrír á Topolino 2014 frá Skíðafélagi Dalvíkur

Eins og undanfarin ár mun Skíðasamband Íslands senda hóp barna á Topolino leikana sem fram fara á Ítalíu. Að þessu sinni á Skíðafélag Dalvíkur fjóra fulltrúa sem taka þátt í því verkefni. Þau sem unnu sér rétt á því að taka þátt eru Bríet Brá Bjarnadóttir, Axel Reyr Rúnarsson og Andrea Birkisdóttir, með þeim sem farastjóri fer einn af þjálfurum félagsins Sveinn Torfason. Leikarnir fara fram 14.-15. mars nk. Hópurinn sem telur 10 þátttakendur og þrjá farastjóra leggur af stað 11.mars og koma heim 16.mars.