18.08.2002
Þrír Dalvíkingar á afreksbrautinni hjá Skíðafélagi Akureyrar en þau eru Skafti Brynjólfsson sem er þar á öðru ári, Íris Daníelsdóttir og Snorri Páll Guðbjörnsson.
Þessi lausn en mjög góð fyrir þessa aðila því að mjög vel er að þessu staðið hjá Akureyringum og vonandi verður fram hald á þessu næstu árin. Kristinn Ingi Valsson er á leið til Oppdal í Noregi næstu daga en á síðasta ári var hann í Rjukan en flutti sig til Oppdal í vetur en þar eru fyrir Kristján Uni Óskarson og Gunnlaugur Haraldsson frá Ólafsfirði. Harpa Rut Heimisdóttir lauk námi í Oppdal í vor og verður á Dalvík í vetur en hún ætlar að kenna íþróttir við Dalvíkurskóla í vetur.
Enn hefur ekki verið gengið endanlega frá því hvar Björgvin Björgvinsson verður í vetur en hann hefur æft á fullu í sumar ásamt þeim sem hér á undan er getið.