Þrjátíu ára og enn í fullu fjöri................

Þann 11. nóvember n.k eru liðin 30 ár frá stofnun Skíðafélags Dalvíkur. Félagið mun halda upp á þessi tímamót með ýmsum hætti, meðal annars er stefnt að því að bjóða upp á afmæliskaffi í Brekkuseli laugardaginn 16. nóvember. Þeir velunnarar félagsins sem vilja gefa köku eða aðstoða við framkvæmd afmæliskaffisins á annan hátt eru beðnir að hafa samband við Marsibil í síma 8611353. Í tilefni afmælisins hefur einnig verið ákveðið að safna saman ljósmyndum sem tengjast félaginu með það að markmiði að setja saman myndasýningu þar sem hægt verður að rifja upp eftirminnileg augnablik úr sögu félagsins. Jón Halldórsson, skíðapabbi okkar Dalvíkinga hefur yfirumsjón með því að koma þessari sýningu á koppinn og er það vel við hæfi. Jón biður alla þá sem kunna að luma á skemmtilegum myndum úr sögu félagsins að hafa samband í síma 8618875 eða kíkja við í Hafnarbrautinni.