Til hamingju Íbúar í Dalvíkurbyggð.

Í liðnum Desember og Janúar hefur orðið 100% aukning á gestun skíðasvæðissins í Böggvisstaðafjalli.Þegar búið er að taka niðurstöðutölur úr talningahliði sýnir það að gestir skíðasvæðissins í desember og janúar 2014-2015 eru 1885. Í sömu mánuðum fyrir ári voru gestirnir 987. Gestirnir renndu sér 16049 ferðir samanborið við 8653 fyrir ári. Tekið skal fram að aðeins er talið við neðri lyftu í báðum tilvikum. Skíðafélagið vill þakka öllum gestum sem heimsótt hafa svæðið með von um að íbúar og aðrir gestir verði áfram duglegir að skreppa á skíði það sem eftir lifir vetrar. Stjórn Skíðafélags Dalvíkur.