- skíðasvæði Dalvíkur
- Félagið
- Iðkendur
- English
- Jónsmót
Áður hefur verið sagt frá því að það er komin annar snjótroðari á skíðasvæðið sem verður
mikil bylting í allri troðslu. Á troðaranum er spil með 990 metra löngum vír sem er notaður til
þess að halda í troðarann á niðurleið og draga hann upp brekkurnar sem tryggir betri troðslu.
Þetta fer þannig fram að vírinn er festur í anker sem er við enda efri lyftu. Troðarinn keyrir
síðan niður brekkurnar og vírinn drekst út af spilinu og geta því allt að 990 metrar af vír verið
strengdir ofan við troðarann. Við þessar aðstæður getur skapast mikil hætta ef mannaferðir
eru nálægt vírnum á meðan troðslu stendur. Ef einhver lendir á vírnum getur orðið alvarlegt
slys. Unnið er að því að fá skilti til að vara við og láta vita þegar spilið er í notkun og þá eru
mannaferðir bannaðar á svæðinu.
Stjórn og starfsmenn
Brekkusel | 620 Dalvik Kt: 4903810319 |
Hægt er að hafa samband við svæðisstjóra
|
Skíðasvæði Dalvíkur s: 466-1010 email: skidalvik@skidalvik.is tv