Tíu reglur alþjóðaskíðasambandsins (FIS)

I. Reglur um framkomu og hegðun skíða- og snjóbrettamanna. 1. Tillitssemi Skíða- eða snjóbrettamaður skal hegða sér á þann hátt að hann stofni ekki öðrum í hættu, valdi óþægindum eða skaða. 2. Stjórn á hraða Skíða- eða snjóbrettamaður skal ávallt hafa fullt vald á hraðanum. Hann skal ekki fara hraðar en geta hans leyfir og aðstæður hverju sinni, svo sem veður, færi og fjöldi í brekkunum. 3. Að velja sér leið Sá sem kemur aftan að öðrum skíða- eða snjóbrettamönnum skal velja sér leið þannig að hann stofni ekki þeim, sem fyrir framan eru, í hættu. 4. Framúrtaka Fara má fram úr eða fram hjá öðrum skíða- eða snjóbrettamanni fyrir ofan hann eða neðan, hægra eða vinstra megin, að því tilskildu að sá sem farið er fram úr eða fram hjá hafi allt það svigrúm sem hann þarf. 5. Að fara inn í eða vera á merktri braut Sá sem fer inn í merkta braut eða leggur aftur af stað eftir að hafa stansað eða sveigt upp á við, skal líta vel í kringum sig og ganga úr skugga um að hann stofni hvorki sjálfum sér né öðrum í hættu. 6. Stöðvað í brekku Skíða- eða snjóbrettamaður skal ekki stansa þar sem braut er þröng eða útsýni takmarkað nema brýna nauðsyn beri til. Ef hann fellur skal hann færa sig úr brautinni eins fljótt og hann getur. 7. Gengið upp eða niður brekku Skíða- eða snjóbrettamenn sem fara fótgangandi upp eða niður brekku skulu ganga í jaðrinum á merktum brautum. 8. Leiðbeiningar á skiltum Skíða- eða snjóbrettamenn skulu fara í einu og öllu eftir leiðbeiningum á skiltum sem hafa verið sett upp í brekkunum. 9. Aðstoð Ef slys ber að höndum skulu allir veita þá aðstoð sem þeir geta. 10. Að gefa sig fram eftir slys Allir skíða- og snjóbrettamenn sem verða vitni að eða lenda í slysi, skulu gefa sig fram, án tillits til þess hvort þeir bera ábyrgð á slysinu eða ekki. II. Reglur um framkomu og hegðun skíðagöngumanna 1. Tillitssemi Skíðagöngumaður skal ganga þannig að hann stofni ekki öðrum í hættu, valdi óþægindum eða skaða. 2. Ábendingar um göngustefnu og aðferðir Skíðamaður skal alltaf ganga í þá stefnu sem sýnd er á skiltum við brautina og einungis nota þá aðferð sem þar er sýnd. 3. Val á leiðum Þar sem er fleiri en ein troðin braut skal velja brautina til hægri. Skíðagöngumenn í hópi skulu ganga í einfaldri röð til hægri í brautinni. Ef frjáls aðferð er notuð skal gengið hægra megin við troðið spor. 4. Framúrtaka Skíðagöngumaður má fara fram úr öðrum hvort heldur er hægra eða vinstra megin. Þeim sem farið er fram úr ber ekki skylda til að víkja en hann skal þó hleypa hinum fram úr við fyrsta tækifæri. 5. Að mætast Skíðagöngumenn sem mætast skulu víkja til hægri. Þeir sem fara niður í móti hafa forgang. 6. Stafir Skíðagöngumaður skal halda stöfunum sem næst sér þegar hann gengur nálægt öðrum. 7. Stjórn á hraða Skíðagöngumaður skal ávallt, einkum niður brekku, láta hraðann ráðast af eigin færni, veðri og færi og fjölda göngumanna í brautinni. Hann skal halda sig í hæfilegri fjarlægð frá næsta manni. Eigi skíðamaður ekki annars kost skal hann láta sig falla niður til að forðast árekstur. 8. Hindrunarlausar brautir Skíðagöngumaður sem stansar eða fellur skal umsvifalaust fara úr brautinni. 9. Slys Ef slys ber að höndum er öllum skylt að veita aðstoð. 10. Að gefa sig fram eftir slys Allir þeir sem verða vitni að eða lenda í slysi, skulu gefa sig fram, án tillits til þess hvort þeir bera ábyrgð á slysinu eða ekki. Hver sá sem brýtur gegn þessum reglum getur þurft að sæta ábyrgð, lögum samkvæmt! Samtök skíðasvæða á Íslandi Skíðasamband Íslands Vetraríþróttamiðstöð Íslands