Tíu tíma byrjendanámskeið.

Á laugardaginn hófst tíu tíma byrjendanámskeið hjá Skíðafélagi Dalvíkur. Námskeiðið er á laugardögum og sunnudögum kl. 11:00 og kl. 14:00 á fimmtudögum. Mjög góð aðsókn er á námskeiðið og eru 17 börn á því. Þegar börnin eru orðin sjálfbjarga í lyftur færast þau upp í leiktíma þó svo að tíu tímunum sé ekki lokið. Kennari er Berglind Ósk Óðinsdóttir ásamt fleirum.