07.04.2002
Auk þess sem veitt eru verðlaun til Íslandsmeistara í göngu eru einnig veittar viðurkenningar í eldri aldursflokkum karla.
Í 10 km göngu með frjálsri aðferð var fyrstur í flokki 35-49 ára Haukur Eiríksson, Akureyri, en hann var jafnframt þriðji í flokki 20 ára og eldri. Annar í þessum aldursflokki varð Birgir Gunnarsson, Sauðárkróki, og þriðji Árni Tryggvason, KR. Í sömu göngu varð Magnús Eiríksson, Siglufirði, fyrsti í aldursflokki 50 ára og eldri, annar varð Björn Þór Ólafsson, Ólafsfirði.
Í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð varð Magnús Eiríksson sigurvegari í flokki 50 ára og eldri, en hann varð annar í flokki 20 ára og eldri, aðeins Ísfirðingurinn Ólafur Th. Árnason varð fljótari. Annar í þessum aldursflokki í 15 km göngu varð Kristján Rafn Guðmundsson, Ísafirði, og þriðji Elías Sveinsson, Ísafirði. í flokki 35-49 ára varð Birgir Gunnarsson, Sauðárkróki, fyrstur í 15 km göngunni í gær, laugardag. Annar varð Einar Yngvason, Ísafirði, og þriðji Þórhallur Ásmundsson, Sauðárkróki.