- skíðasvæði Dalvíkur
- Félagið
- Iðkendur
- English
- Jónsmót
Í dag fór fram fyrsti dagur á UMÍ 2018 á Ísafirði. Aðstæður voru nokkuð krefjandi fyrir keppendur sem sýndi sig sérstaklega í flokki U16, þar sem nokkuð varð um brottfall bæði hjá stúlkum og drengjum.
U14 flokkurinn byrjaði daginn kl 09:00 í svigi. Aðstæður voru nokkuð krefjandi þar sem snjóað hafi talsvert í brekkurnar. Skemmst er frá því að segja að okkar fólk stóð sig með stakri príði og með ákveðni en öruggri skíðamennsku. Þeir Torfi Jóhann og Brynjólfur Máni sigruðu báðir sína flokka og urðu því Unglingameistarar í svigi. Rebeka Lind var okkar eini keppandi í stúlknaflokki og hafnaði í þriðja sæti - tók besta tímann í seinni ferð.
Eftir hádegi var komið að flokki U16. Óhætt er að segja að þeirra verkefni hafi verið krefjandi, enda varð brottfall töluvert hjá báðum kynjum. Aðeins fjórir af okkar keppendum skiluðu sér niður í fyrri ferð, en það voru þau Stefán Daðason, Styrmir Þeyr, Lovísa Rut og Kristrún Lilja - aðrir keppendur okkar ásamt fjölda annara hlektust á. Leikar fóru svo að Stefán Daðason hafnaði í 3 sæti, Styrmir þeyr í 6 sæti, Lovísa Rut hafnaði í 2 sæti og Kristrún Lilja í því 5. En sigurvegari í flokki 15 ára drengja var Alexander Smári frá Siglufirði sem hefur æft með Skídalvik í vetur.
Úrslit dagsins hjá okkar fólki varð eftirfarandi:
12 ára drengir
Torfi Jóhann Sveinsson 1. sæti
Jörfi Blær Traustason 8 sæti
13 ára stúlkur
Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir 3 sæti
13 ára drengir
Brynjólfur Máni Sveinsson 1 sæti
14 ára drengir
Stefán Daðason 3 sæti
15 ára stúlkur
Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir 2 sæti
Kristrún Lilja Sveinsdóttir 5 sæti
15 ára drengir
Alexander Smári Þorvaldsson Siglufirði (æfir með Skidalvik) 1 sæti
Styrmir Þeyr Traustason 6 sæti
Torfi Jóhann Sveinsson 1 sæti 12 ára drengir
Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir 3 sæti 13 ára stúlkur
Brynjólfur Máni Sveinsson 1 sæti 13 ára drengir
Stefán Daðason 3 sæti 14 ára drengir
Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir 2 sæti 15 ára stúlkur
Alexander Smári 15 ára drengir 1 sæti.
Brekkusel | 620 Dalvik Kt: 4903810319 |
Hægt er að hafa samband við svæðisstjóra
|
Skíðasvæði Dalvíkur s: 466-1010 email: skidalvik@skidalvik.is tv