Troðarinn á verkstæði.

Seinni partinn í gær tókst að koma beltinu á troðarann og koma honum að Brekkuseli. Á morgum mánudag verður síðan gert við beltið sem skemmdist töluvert við óhappið. Allt stefnir því í að við getum haldið áfram að undirbúa svæðið fyrir opnun um jólin. Óhætt er að þakka félögum úr Björgunnarsveitinni á Dalvík fyrir þeirra hlut í að koma troðaranum til byggða en það er ekkert grín þegar þetta gerist á jafn erfiðum stað og í þetta skipti.