Troðarinn í lag.

Nýrri troðari Skíðafélagsins er búinn að vera bilaður í tvær vikur og hefur orðið að nota eldri troðarann á meðan í það allra nauðsynlegasta. Bilunin var í rafkerfi troðarans og þurfti meðal annars að fá varahluti frá Bretlandi í hann. Illa gékk að finna bilunina því hún var á nokkrum stöðum í rafmagnskerfi troðarans. Það var svo um helgina sem loksins tókst að koma honum í lag og hanns bíður mikil vinna í fjallinu því mikið verður um að vera á skíðasvæðinu næstu vikur, bikarmót Domino´s um næstu helgi svo styttist í páskavertíð og Skíðamót Íslands strax eftir páska.