26.12.2002
Meðan að veðurguðirnir eru í þessu skapi er verið að gera ýmsar lagfæringar á snjótroðara Skíðafélagsins.
Troðarinn er á Vélaverkstæði Dalvíkur þar sem verið er að fara yfir þann búnað sem mest mæðir á. Einnig voru ýmis atriði sem varð að fara yfir vegna aldurs troðarans en hann er árgerð 1991. Það ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að hann endist í 2 ár í viðbót en samkvæmt átta ára áætlun er meiningin að ráðast í kaup á nýjum troðara eftir 2 ár en þá á að vera risinn skemma á skíðasvæðinu undir troðarann og sem geymsluhúsnæði.
Góða veðrið hefur einnig verið notað til að reisa fleiri snjógirðingar neðst á svæðinu rétt fyrir ofan Brekkusel en með því að reisa girðingar þar ætlum við að ná öllum þeim snjókornum sem bjóðast, ekki missa þau út í veður og vind!