03.03.2006
Nú eru snjóbyssurnar á skíðasvæðinu á Dalvík orðnar fjórar talsins en eins og áður hefur verið sagt frá tókum við ákvörðun um að fjölga byssunum í síðustu viku.
Þetta hefur mikið að segja fyrir okkur því nú rúmlega tvöfaldast afköst kerfisins og nýtingin á búnaðinum verður mun betri.
Þessa stundina eru aðstæður til snjóframleiðslu ágætar og verður framleiddur snjór á meðan aðstæður leyfa. Á morgun er stefnt að opnun á skíðasvæðinu kl. 11:00 en það getur tafist eitthvað ,nánari upplýsingar á símsvaranum 8781606 kl. 11.00 á morgun.