Tvær sveitir frá Ólafsfirði í boðgöngu kvenna

Aðeins tvær sveitir voru skráðar til leiks í boðgöngu kvenna í dag og komu báðar frá Ólafsfirði. A-sveit Ólafsfjarðar hafði betur á tímanum 43.58 mín. Í sveitinni voru Elsa Guðrún Jónsdóttir, Sigríður Þóra Hilmarsdóttir og Stella Víðisdóttir. B-sveit Ólafsfjarðar gekk á tímanum 46.50 mín. Í sveitinni voru Hanna Dögg Maronsdóttir, Freydís Heba Konráðsdóttir og Lena Margrét Konráðsdóttir.