Tveir félagar úr Skíðafélagi Dalvíkur á ólympíudaga æskunnar í Slovakíu.

Ólympíudagar æskunnar fara fram í Bled í Slóveníu 23. - 29. janúar 2003. Skíðafélag Dalvíkur hefur mörg síðustu ár átt þátttakendur á leikunum en aldrei tvo eins og nú. Það eru þeir Snorri Páll Guðbjörnsson og Kári Brynjólfsson og taka þátt í alpagreinum. Það er mikil viðurkenning fyrir ekki stærra félag en Skíðafélag Dalvíkur að eiga tvo keppendur í alpagreinum á slíku móti og erum við mjög stolt af því.