01.04.2002
Gert er ráð fyrir að um 130 keppendur verði á Skíðamóti Íslands að þessu sinni. Þar af eru 88 keppendur skráðir til leiks í alpagreinum og 43 keppendur í göngu auk þess sem búist er við að 18 erlendir keppendur bætist við hóp keppenda í alpagreinum, en keppni í svigi og stórsvigi verður jafnframt alþjóðlegt FIS-mót.
Keppendur í göngu eru fleiri að þessu sinni en oft áður, sem kemur annars vegar til af því að í fyrsta skipti er keppt á landsmóti í sprettgöngu og hins vegar að boðið verður upp á keppni í eldri aldursflokkum, 35-49 ára og 50 ára og eldri.