UMI 2012 - Föstudagur 23.mars.

Þá er fyrsti dagur á UMÍ búinn. Þetta var langur dagur, en allir stóðu sig vel, og klárt mál að krakkarnir okkar eru flottir fulltrúar Dalvíkurbyggðar hér á staðnum. Aðstæður á keppnisstað voru nokkuð erfiðar sökum bleytu og hita, en Ísfirðingar voru við öllu búnir og frystu allar brautir. Lyfturnar voru einnig að stríða okkur og því varð 3 klst seinkun á mótinu. Úrslit dagsins voru eftirfarandi: 13 ára stelpur: Andrea 3 sæti (5) 14 ára stelpur Elísa 5 (9) Viktoría DNF 11 tími í seinni ferð. 13 ára drengir Venni 4 (6) 15 ára stelpur Alexía 2 (6) 15 ára drengir Arnór 2 (1) Orri F 4 (7) Skúli 5 (10)