UMSE mót - allt klárt

Nú er allt að verða klárt fyrir UMSE mótið sem fram fer í Böggvistaðarfjalli um helgina. Það hefur verið mikið um skráningar síðustu daga og eru hátt í 50 keppendur skráðir í flokk 8 ára og yngri og yfir 60 keppendur í 9-14 ára. Það er hugsanlegt að dagskráinn riðlist eitthvað vegna þessa en við munum gera okkar besta til að auglýst dagskrá haldi. Dagskrá morgundagsins er þannig: UMSE mót 2011 - DAGSKRÁ Laugardagur 15. Janúar - SVIG Flokkur 8 ára og yngri, farnar verða tvær ferðir og allir keppendur fá viðurkenningu fyrir þáttöku í mótinu að keppni lokinni 10:00 Afhending númera í flokki 8 ára og yngri (3 bekkur og yngri) 10:30 Skoðun hefst hjá 8 ára og yngri 11:00 Start fyrri ferð 8 ára og yngri 11:30 Start seinni ferð 8 ára og yngri 12:10 Verðlaunaafhending 8 ára og yngri Flokkur 11-12 ára, farnar verða tvær ferðir og þrír efstu í hvorum flokki fá verðlaun að keppni lokinni. Flokkur 9-10 ára farnar verða tvær ferðir og allir keppendur fá viðurkenningu fyrir þáttöku í mótinu. Flokkur 13-14 ára, farnar verða tvær ferðir og þrír efstu í hvorum flokki fá verðlaun að keppni lokinni. 11:30 Afhending númera í flokki 9-14 ára (4-9 bekkur) 12:00 Skoðun hefst hjá 9-14 ára 12:30 Start fyrri ferð 9-14 ára 13:30 Start seinni ferð 9-14 ára 14:40 Verðlaunaafhending 9-14 ára