Undirbúningur fyrir opnun.

Síðustu daga hefur verið unnið við að undirbúa opnun á skíðasvæðinu en stefnt er að opnun við fyrsta tækifæri sem er ekki langt undan. Síðasta sólarhringinn hefur snjóað töluvert og nokkuð bætt á og er lyftusporið sem oft hefur verið vandræði að fá snjó í orðið fullt. Ástæðan er sú að í haust var sett snjógirðing meðfram nánast öllu sporinu og árangurinn lét ekki á sér standa. Nú bíðum við eftir sæmilegu frosti til þess að geta farið að framleiða snjó en eins og áður hefur komið fram verður framleiðslan í vetur kostuð að eftirtöldum fyrirtækjum. Samherji sem gengur lengst en fyrirtækið ætlar að sjá okkur fyrir fyrsta skíðasnjónum, KEA, Saga Capital, VIS, Norðurströnd á Dalvík, Höldur, Katla, Tréverk, Samkaup, Sparisjóður Svarfdæla, Samhentir umbúðalausnir, Ásprent og einn ónafngreindur aðili. Nánari fréttir af opnun verða hér á síðunni einhvern næstu daga.