28.11.2007
Undirbúningur fyrir opnun skíðasvæðisins er á fullu og er stefnt að opnun við fyrsta tækifæri. Verið er að færa framleidda snjóinn til sem er að gera opnun skíðasvæðisins að veruleika. Enn vantar okkur þó frost í tvo til þrjá daga til þess að neðri brekkan verði góð. Það er þó ljóst að æfingar hefjast fljótlega eftir helgi og munu koma upplýsingar frá þjálfurum undir linknum æfingar og mót hér vinstra megin á síðunni.
Rétt er að minna á miðasölukerfið á skíðasvæðinu. Þeir sem koma á skíði kaupa kort sem síðan er notað í kortalesara sem opnar hlið sem veitir þeim síðan aðgang að lyftunum í hvert sinn sem farið er í þær.
Við viljum benda foreldrum barna sem eru á æfingum á að kaupa lykil kort fyrir börnin og létta þeim um leið aðgang að lyftunum en það gæti orðið erfitt fyrir þau að þurfa að stinga korti í lesarann í hvert skipti sem þau fara í hana. Lykilkortin eru mjög þægileg því ekki þarf að stinga þeim í lesara. Aðgangsbúnaðurinn les kortið í vasa viðkomandi. Lykilkortið er fjölnota og hægt nota ár eftir ár, Ný lyftukort eru hlaðin inná kortið. Lykilkort kosta 1,000 krónur og hægt er að skila því gegn 500 krónu endurgreiðslu.