Undirbúningur fyrir skíðavertíðina.

Síðustu vikur hefur undirbúningur fyrir skíðavertíðina í Böggvisstaðafjalli staðið yfir og er á lokastigi þessa dagana. Snjóbyssurnar eru komnar á svæðið og stefnt er að því að hefja snjóframleiðslu um leið og aðstæður leyfa og verður framleiðslan styrkt af velunnurum félagsins eins og undanfarin ár. Áætlað er að opna skíðasvæðið 1. Desember. Nokkur breyting verður á starfsmannahaldi á skíðasvæðinu í vetur. Sigtryggur Hilmarsson verður umsjónarmaður svæðisins en aðrir starfsmenn verða Tryggvi Kristjánsson, Magnús Helgason, Jón Halldórsson og Arna Stefánsdóttir í hlutastarfi.