Undirbúningur fyrir skíðavertíðina á fullum krafti.

Þessa dagana eru strafsmenn skíðasvæðisins að undirbúa skíðasvæðið fyrir skíðavertíðina. Snjótroðarinn hefur verið í viðhaldi og er þeirri vinnu nánast lokið og ætti því troðarinn að fara að komast í fjallið á næstu dögum. Stefnt er að því að hefja snjóframleiðslu á næstunni eða þegar næsti frostakafli lítur dagsins ljós. Eins og síðustu ár styrkja fjölmörg fyrirtæki snjóframleiðsluna í Böggvisstaðafjalli sem gerir hana mögulega. Allt stefnir í að eins og undanfarin ár standi styrkir undir snjóframleiðslunni og hefur nú þegar fengist fjármagn til þess snjóframleiðsla geti farið af stað þegar aðstæður verða. Síðasta vetur var allur snjór af himnum ofan og ekki var því framleiddur snjór það árið.