Unglingalandsliðsæfing á Dalvík.

Helgina 29. nóvember - 01. desember verður æfing fyrir unglingalandsliðið SKI á Dalvík. Fram kemur í bréfi til liðsmanna unglingaliðsins að ekki er ljóst hvað æfingin mun kosta, en reynt verði að halda kostnaði í algjöru lámarki. Skíðafélag Dalvíkur hefur tekið ákvörðun um að taka ekkert gjald fyrir aðstöðuna í Böggvisstaðafjalli þ.e. gisting í Brekkuseli og lyftugjöld ef hægt verður að komast á skíði. Félagið vinnur einnig í að útvega eina máltíð endurgjaldslaust. Þetta er í beinu framhaldi af stuðningi félagsins við unglingastarf SKI en áður hefur félagið stutt það starf með peningaframlagi ásamt Skíðafélagi Ólafsfjarðar, Skíðadeild Breiðabliks, Skíðadeild Ármanns og Skíðafélögunum í Fjarðarbyggð Þrótti, Austra og Val.