Unglingameistaramót Íslands á Akureyri um helgina

Unglingameistaramót Íslands var sett í Akureyrarkirkju í gærkveldi. Keppni hófst í morgun og þar voru nokkrir Dalvíkingar í eldlínunni. Skíðafélag Dalvíkur eignaðist unglingameistara en Kári Brynjólfsson gerði sér lítið fyrir og sigraði í svigi 13-14 ára með nokkrum yfirburðum, glæsilegur árangur það. Önnur úrslit er að finna á www.skidi.is