Unglingameistaramótið hófst í dag.

Í dag var fyrsti keppnisdagurinn á Unglingameistaramóti Íslands sem fram fer í Hlíðarfjalli. Það eru 17 keppendur frá Skíðafélagi Dalvíkur sem taka þátt í mótinu. 15-16 ára kepptu í stórsvigi en 13-14 ára í svigi. Í stórsvigi 15-16 ára varð Anna Margrét Bjarnadóttir 4, Þorbjörg Viðarsdóttir 11, Mod Björgvinsson 4, Unnar Már Sveinbjarnarson 6, Mad Björgvinsson 7, Einar Oddur Jónsson 11 og Þorsteinn Helgi Valsson 14. Í svigi 13-14 ára varð Hjörleifur Einarsson 2 en hann sigraði í 14 ára flokki,til hamingju með það Hjölli, Stefán Daði Bjarnason 12, Jón Bjarni Hjaltason 21 en Sigurður Haukur Valsson lauk ekki keppni í dag. Í stúlkna flokki varð Margrét Jóna Kristmundsdóttir 15, María Bjarnadóttir 20, Valgerður Júlíusdóttir 36, Gunnhildur Daðadóttir 37 en Ellen Ýr Gunnlaugsdóttir og Vaka Arnþórsdóttir luku ekki keppni. Á morgun keppa 15-16 ára í svigi og 13-14 í stórsvigi. Við óskum krökkunum til hamingju með daginn og gerum nánar grein fyrir úrslitunum síðar. Á heimasíðu Skíðafélags Akureyrar eru úrslitin í heild sinni, skidi.is.