Unglingameistaramótið í dag.

Í dag kepptu 15-16 ára í svigi. Anna Margrét varð 5, Þorbjörg 10 en Aldís lauk ekki keppni. Mod varð 5, Mad 7, Einar Oddur 12, Þorsteinn 13 og Unnar endaði 14. 13-14 ára kepptu síðan í stórsvigi, Ellen varð 5, María 9, Vaka 11, Margrét 13, Valgerður 18 og Gunnhildur 19. Hjörleifur vann 14 ára flokkinn í dag þannig að hann var unglingameistari bæði í svigi og stórsvigi´, til hamingju með árangurinn Hjölli:) Stefán Daði, Sigurður Haukur og Jón Bjarni voru meðal keppenda en heildar úrslit eru ekki komin á netið og því greinum við frá því síðar í hvaða sætum þeir höfnuðu. Í liðakeppni SKI í flokki 15-16 ára drengja var Skíðafélag Dalvíkur bikarmeistari. Drengirnir stóðu sig frábærlega í vetur og verðskulduðu sigurinn. Þeir eru Mod og Mad Björgvinssynir, Einar Oddur Jónsson,Þorsteinn Helgi Valsson og Unnar már Sveinbjarnarson, til hamingju strákar. Á morgun Sunnudag er síðasti dagur mótsins en þá er keppt í samhliðasvigi og hefst keppni kl. 10:00