31.03.2010
Frábær árangur hjá Jakobi. Jakob Helgi Bjarnason úr Skíðafélagi Dalvíkur varð þrefaldur unglingameistari á Unglingameistaramóti Íslands sem fór fram á Siglufirði 18-20 mars sl. Jakob vann bæði svig og stórsvig og þar með alpatvíkeppnina. Þá var Jakob bikarmeistari SKI í 13-14 ára flokki. 9 keppendur frá Skíðafélagi Dalvíkur tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Aðrir sem unnu til verðlauna á mótinu voru Hjörleifur Einarsson, Arnór Reyr Rúnarsson, Ásdís Dögg Guðmundsdóttir og Sólrún Anna Óskarsdóttir. Öll úrslit er að finna á ski.is.