Unglingameistaramótinu lokið.

Í dag var síðasti keppnisdagurinn á Unglingameistaramótinu í Hlíðarfjalli. Keppt var í samhliðasvigi og stóðu okkar krakkar sig mjög vel. Lengst komust frændurnir Hjörleifur Einarsson í 13-14 ára flokknum en hann hafnaði í 2 sæti og Unnar Már Sveinbjarnarson sem varð 2 í 15-16 ára flokknum. Nú eru öll úrslit komin inn á skidi.is.