Unglingar úr Austurbæjarskóla í skíðaferðalagi á Dalvík.

Um 50 unglingar úr Austurbæjarskóla frá Reykjavík eru nú á skíðum í Böggvisstaðafjalli. Þau dvelja hér í þrjá daga og vonandi verð þau ánægð með dvölina hér því nú eru snjóalög í Böggvisstaðafjalli með besta móti og færið frábært en í dag var logn og 10 stiga frost á skíðasvæðinu. Foreldrafélag yngri barna sér um að gefa þeim að borða því ekki eru þau mörg veitingahúsin hér í bæ þessa stundina.