06.12.2002
Föstudagur 29.nóvember
Þátttakendur mættu allir í Brekkusel skála Skíðafélags Dalvíkur sem jafnframt var gististaður yfir helgina.
Siglfirðingar, Austfirðingar og Akureyringar sáu sjálfir um að koma sér á staðinn. Reykvíkingar komu með bílaleigubíl. Allir voru mættir á svæðið um kl.22:00. Dagskráin hófst þá því að þátttakendur kynntu sig svo og þjálfarar. Farið var lauslega yfir dagana framundan. Einnig var liðinu skipt í 4 eldhúshópa sem áttu að sjá um að ganga frá og græja morgun og hádegismat. Allir voru komnir í koju um 23:30.
Laugardagur 30.nóvember
Liðið var vakið rúmlega 08:00. Rúmlega 9:00 voru allir búnir að borða morgunmat og eldhúshópurinn búinn að ganga frá. Fram til kl. 10:00 fengu krakkarnir frí, á meðan þjálfarar undirbjuggu fyrstu æfingu dagsins. Kl.10:00 voru allir kallaðir í salinn í Brekkuseli. Þar tók á móti liðinu Yoga kennari með áralaga reynslu í Yoga. Æfingin tók 1.klst. og heppnaðist mjög vel.
Milli 11:00 og 13:00 var frí og matur innbyrgður. 13:00 - 15:00 var farið í tækjasal sundlaugar Dalvíkur þar sem lyftingartækin voru prufuð, og tekinn var létt stöðvaþjálfun.
Kl 15:00 var öllum smalað á bryggjuna þar sem Björgunnarsveitin á Dalvík tók á móti okkur með 6.flotgalla. Stelpurnar fengu fyrst að hoppa. Sumir blotnuðu meira en aðrir en einhverjir blotnuðu mest!!! Þegar allir höfðu hoppað, mis-mikið/-hátt var haldið í Brekkusel fengið sér létta næringu og síðan stormað í íþróttahúsið. Þar var hitað upp, trampolínið tekið út og endað á fótbolta.
Kl 19:00 beið okkar grillaður kjúklingur með frönskum og tilheyrandi.
20:00 - 22:30 fengum við félagsmistöðina lánaða þar sem ýmislegt var gert til afþreyinga.
Ró átti að vera kominn á kl 23:30 en eitthvað drógst það fram eftir.
Sunnudagur 01.desember.
Ákveðið var að leyfa liðinu að liggja aðeins lengur eða til kl. 09:00 því fyrsta uppákoma hófst ekki fyrr er kl 10:00. Allir höfðu sig á fætur á endandum, en eitthvað komst það til tals að stelpurnar höfðu verið tregar í svefn. Rétt fyrir kl 10:00 var ekið á stað fram Svarfaðardal eða nánar til tekið að Sökku (einu stærsta búi dalsins). Þar tók á móti okkur Gunnsteinn bóndi og leiddi okkur um fjósið sitt, sumir fengu að gefa kúnum aðrir létu sér nægja að horfa á eða klappa kálfunum. Áður en heimsókninni lauk bauð hann öllum í Coniac stofuna sína eins og hann kallaði hana, en hún var á háloftinu í fjósinu. Þar fengu allir sem vildu að smakka kúamjólk beint úr tanknum og kornflexköku að hætti húsfreyjunnar. Þegar heimsókninni lauk, var ekið í átt að Dalvík, á Árgerðisbrúnni var öllum hleypt út og hlupu krakkarnir 4.km eða að sundskála Svarfdæla (inni sundlaug) þar sem nánast allir fóru í sund í um 2 klst.
Því næst var farið heim borðað, pakkað og haldið heim á leið.