08.05.2007
Nokkur umræða hefur verið hjá stjórn Skíðafélags Dalvíkur um hvernig við getum komið upplýsingum til félaga utan skíðatímabilsins. Á þeim tíma skoða færri heimasíðuna og sjá því ekki þær fréttir og tilkynningar sem eru birtar þar. Til þess að tryggja að upplýsingar komist til skila höfum við ákveðið að bjóða félögum að vera á SMS skrá sem síðan verður notuð til þess að koma á framfæri tilkynningum og ábendingum og benda á fréttir á heimasíðunni skidalvik.is.
Þeir sem hafa áhuga á að vera á skránni eru beðnir að senda póst á skario@simnet.is eða hafa samband við Óskar í síma 4661816 eftir kl. 20 á kvöldin fyrir 13 maí. Gefa þarf upp GSM númer og nafn annað hvort foreldris eða barns sem æfir hjá félaginu.
Við komum meðal annars til með að nota þessa skrá til þess að koma upplýsingum um fyrirhuguð gallakaupum fyrir næstu skíðavertíð en meiningin er að ganga frá pöntunum fyrir 1. júní, nánar um það síðar.
Við viljum biðja þá sem sjá þessa frétt að láta þetta bersat til sem flestra.